Tomi Ungerer
Ræningjarnir þrír
Ræningjarnir þrír
Sígilt meistaraverk barnabókmennta 20. aldar, nú loksins fáanlegt á íslensku
„Illskan er oft frjór jarðvegur fyrir gæskuna, og eins getur hið góða lært eitt og annað af kænsku illskunnar.“
– Tomi Ungerer
Hér segir frá þremur svartklæddum ræningjum sem fara ránshendi um sveitir landsins, vopnaðir lúðurbyssu, piparblásara og stórri, rauðri öxi. Nótt eina hitta þeir fyrir unga stúlku sem nefnist Torfhildur. Hún mun breyta lífi þeirra ...
Bókin er sígilt meistaraverk og löngu orðið tímabært að það líti dagsins ljós á íslensku, enda um að ræða einhverja minnisstæðustu, skemmtilegustu og fallegustu myndskreyttu barnabók allra tíma: sögu sem sýnir á óvæntan hátt hvernig hið góða getur snúið hinu illa á sitt band.
Ræningjarnir þrír hafa verið þýddir á hátt í annan tug tungumála og selst í milljónum eintaka á þeim 45 árum sem liðin eru frá fyrstu útgáfu þeirra.
- Fyrir 4 ára og eldri
- Harðspjalda
- 14 × 18 sm
- 40 blaðsíður
Tomi Ungerer (1931–2019) hefur verið lýst sem „hinum eina, sanna arftaka Grimmsbræðra og Hans Christian Andersen“ (The New York Times Book Review).
AM forlag hefur gefið út tvær aðrar bækur eftir hann: Máni og Tröllið hennar Sígriðar. Kaupa má þrjár bækur saman, í bókaknippi, á sérstökum vildarkjörum.
Sverrir Norland íslenskaði.