Charlotte Priou
Litlir goggar
Litlir goggar
Heimurinn er fullur af tísti og kvaki.
Hér eignast barnið nokkra vængjaða vini og lærir hljóðin sem fuglarnir senda frá sér. Falleg og ljóðræn bók sem fylgir yngstu börnunum þegar þau byrja að uppgötva heiminn í kringum sig.- Fyrir 6 mánaða - 3 ára
- Harðspjalda (hver síða úr þykkum pappa)
- 17 × 17 sm
- 18 blaðsíður
Frábær fæðingar- eða skírnargjöf!
Börn eiga skilið að njóta vandaðra bóka strax frá fyrstu stundu – og sama gildir um hina fullorðnu sem lesa fyrir þau. Nýju bækurnar okkar eru gerðar af sömu vandvirkni og allar þær fyrri: fallegar myndskreytingar, hágæðapappír. Munurinn er hins vegar sá að þessar eru hannaðar fyrir allra minnstu börnin.
Við vonum að þær verði ómissandi hluti af háttatímarútínunni.
Þær eru líka svo fallegar að þær lífga upp á sérhvert barnaherbergi.
Charlotte Priou er myndhöfundur og grafískur hönnuður, búsett í Montreuil, Frakklandi.
Sverrir Norland íslenskaði.