1 6

Junko Nakamura

Í morgunsárið

Í morgunsárið

Venjulegt verð 2.990 kr
Venjulegt verð 2.990 kr Sértilboð 2.990 kr
Sértilboð Uppselt

Hugljúft morgunævintýri með frískandi og glaðlegum teikningum

„Við höldum af stað að skoða heiminn.“

Hundurinn Lubbi vaknar af nætursvefni og vappar inn í svefnherbergi til herra Bangsa til að ýta við honum. Bangsi er í essinu sínu eftir góðan nætursvefn. Þeir félagar fá sér morgunverð: gómsæt brauðsneið með hunangi veitir herra Bangsa meira að segja innblástur svo að hann seilist eftir minnisbókinni sinni. Á meðan lýsir morgunsólskinið upp eldhúsið og veröldina fyrir utan gluggann. Á morgnana er allt svo fallegt og ferskt, fullt af möguleikum!

Í morgunsárið minnir okkur á að hver nýr dagur er undur og sýnir börnum hversu ljúft það er að eiga sér skemmtilega morgunrútínu. Ef við hefjum daginn ánægð og brosmild aukast líkurnar á því að framhaldið verði gott.
Bókin brýnir líka fyrir okkur að sýna hvert öðru áhuga og virðingu og halda að lokinni góðri morgunstund út í heiminn með opin móttökuskilyrði fyrir öllu því sem veröldin hefur upp á að bjóða.

  • Fyrir 1 árs og eldri
  • Harðspjalda
  • 19 × 25 sm
  • 44 blaðsíður

Junko Nakamura (f. 1975) er japanskur Parísarbúi sem skrifar og teiknar barnabækur í algjörum sérflokki. Hún hefur einstakt lag á því að gæða hversdaginn ljóðrænum töfrum og hefur slegið í gegn sem barnabókahöfundur í Frakklandi. Í morgunsárið er ein vinsælasta bók hennar enda einstaklega hugljúf og skreytt frískandi og glaðlegum teikningum.

Sverrir Norland íslenskaði.