Lolita Séchan & Camille Jourdy
Feluleikur
Feluleikur
Share
Sprenghlægileg bók og um leið ástarbréf til hugarflugs barnæskunnar
Núk og Bartok hittast til að leika sér saman og á vegi þeirra verða margs kyns eftirminnilegar persónur í ævintýralegum og frumlegum söguheimi.
Höfundarnir tveir, Lolita Séchan og Camille Jourdy, sömdu textann og teiknuðu myndirnar í sameiningu. Útkoman er bráðfyndin og ófyrirsjáanleg.
- Fyrir 3 ára og eldri
- Harðspjalda
- 24 × 16 sm
- 38 blaðsíður
Nýtt upplag komið! Fyrsta upplag var með örlitlum prentgalla; nýju bækurnar eru lýtalausar og standast gæðakröfur AM forlags að öllu leyti.
Feluleikur var valin til útgáfu á íslensku af Bókaráðuneyti barnanna haustið 2021, úr fjölda annarra barnabóka.
Camille Jourdy (f. 1975) er rithöfundur og myndhöfundur. Hún hefur samið barnabækur og myndasögur og grafískar skáldsögur fyrir fullorðna, og hlotið ýmis verðlaun. Hún teiknar einnig á leikföng fyrir börn.
Lolita Séchan (f. 1980) hefur gefið út nokkrar skáldsögur handa börnum og enn fremur skrifað og teiknað vinsæla bókasyrpu um Biloba-fjölskylduna. Núk og Bartok, aðalpersónurnar í Feluleik, sem Séchan samdi með Camille Jourdy, tilheyra einmitt Biloba-fjölskyldunni.
Sverrir Norland islenskaði.