1 8

Pénélope Bagieu

Eldhugar: Konurnar sem gerðu aðeins það sem þær vildu

Eldhugar: Konurnar sem gerðu aðeins það sem þær vildu

★ Barnabókaverðlaun Reykjavíkur 2021 sem besta þýdda bókin.

Þrjátíu ógleymanlegar sögur um magnaðar konur í aldanna rás

Apasjí-stríðskona, hafmeyja í Hollywood, glæpadrottning á Indlandi, öflugasta keisaraynja Kína, rappari frá Afganistan …

Hér finnurðu þrjátíu meistaralega sagðar sögur um stórkostlegar konur. Sú elsta var uppi á fjörðu öld fyrir Krist, nokkrar eru enn á lífi. Allar eiga það sameiginlegt að hafa tekið í stjórnartaumana í eigin lífi.

Sumar mörkuðu djúp spor í mannkynssöguna, aðrar frömdu hetjudáðir sínar utan sviðsljóssins.

Allar eiga þær erindi við okkur.

Eldhugar er fyndin, hröð og grípandi verðlaunabók sem lætur engan lesanda ósnortinn. Lestrarveisla sem höfðar jafnt til snjallra krakka sem og fullorðinna.

Vinsælir teiknimyndaþættir, sem byggjast á bókinni, hafa verið í sýningu á RÚV.

  • Fyrir 6 ára og eldri
  • Mjúkspjalda
  • 19 × 26 sm
  • 312 blaðsíður

Pénélope Bagieu samdi og teiknaði sögurnar. Hún hefur myndskreytt fjölda verka eftir aðra og sjálf samið vinsælar myndasögur. Hún hlaut hin virtu Will Eisner-verðlaun fyrir Eldhuga sem þýdd hefur verið á tuttugu tungumál.

Sverrir Norland íslenskaði.