Carson Ellis
Bókaknippi eftir Carson Ellis
Bókaknippi eftir Carson Ellis
Þrjár yndislega fjölbreyttar barnabækur eftir Carson Ellis
Fallegir prentgripir sem lesa má aftur og aftur. Bækurnar eru seldar þrjár saman á sérstökum kostakjörum!
Í Kva es þak? tekur eitthvað dularfullt að vaxa upp úr jörðinni og nokkur forvitin skordýr fikra sig nær til að kanna málið ...
★ Kva es þak? hlaut íslensku bóksalaverðlaunin 2021 sem besta þýdda barnabókin.
Heimili sendir lesendur skapandi og skemmtilegt ferðalag um ólík heimkynni fólks og furðuvera úti um alla jörð – en einnig út í geim og á vit heimila sem kannski finnast aðeins í hugarfylgsnum okkar.
Stysti dagurinn er falleg bók sem lýsir fornum siðvenjum okkar mannanna á vetrarsólstöðum og minnir okkur á mikilvægi samveru, söngs og hefða á jólunum, hátíð ljóssins.
Stysti dagurinn, Kva es þak? og Heimili eftir Carson Ellis.
- Fyrir 1 árs og eldri
- Harðspjalda
- Þrjár bækur
- 26 × 23 sm (Stysti dagurinn); 24.5 × 30 sm (Kva es þak? og Heimili)
- 32 blaðsíður (Stysti dagurinn); 40 blaðsíður (Heimili); 48 blaðsíður (Kva es þak?)
Carson Ellis er margverðlaunuð listakona, rithöfundur og myndskreytir. Hún býr á bóndabæ í Oregon ásamt eiginmanni sínum, tveimur sonum og fjölda dýra.
Sverrir Norland íslenskaði.